Fréttir

Auðveldasta leiðin er að gefast upp

Körfubolti | 22.01.2011
Áfram KFÍ
Áfram KFÍ
Það hafa nokkrir póstað um gengi KFÍ og er margt af því hárrétt og er tekið til greina hjá klúbbnum. En það sem er ekki á dagskrá er að gefast upp, þó að það væri auðveldast. En þetta félag er og hefur ekki verið þannig alið upp og nú verður sótt áfram með jákvæðni að leiðarljósi. Þegar á móti blæs þá klæðum við okkur í vindjakkann og sækjum hart á móti. 

Okkur vantar sárlega að áhangendur okkar hætti að eyða orkunni í að rífast við dómarana. Fyrir það fyrsta mun það ekki breyta neinum dómum, en hefur aftur á móti neikvæð áhrif á alla umgjörð á leikjum okkar. Það er í góðu lagi að vera ósammála og láta heyra í sér, en við verðum að gæta orðbragðs okkar. Við eigum að eyða orku okkar í að hvetja liðið okkar til dáða. Það hefur margoft sannast að áhorfendurnir á Jakanum eru sjötti og sjöundi maður KFÍ inn á vellinum. Við nærumst á hávaða og látum og viljum biðja okkar stuðningsfólk að mæta til leiks n.k. föstudagskvöld 28. janúar algjörlega brjálað og við lofum að gera slíkt hið sama inn á vellinum. Það er ekki á dagskrá að gefast upp hér fyrir vestan

Koma svo KFÍ !!! Deila