Fréttir

Auðveldur sigur gegn Hetti.

Körfubolti | 20.11.2009
1 af 2
Höttur var lítil fyrirstaða fyrir KFÍ í kvöld. og eftir fyrsta leikhluta var staðan orðin 32-18. Gaman var að sjá Leó Sigurðsson byrja inn á hjá KFÍ. Leó er 17 ára og mikið efni. Hann þakkaði traustið með að stela bolta og fara í fallegt sniðskot og skora. Vörnin var góð og sóknarleikurinn var að fljóta vel og uppskárum við góð þriggja stiga skot frá Craig (2), og Pance og Darco með einn á mann. Matt var á fullu að frákasta og var kominn með sex stykki á fyrstu mínútunum. Hjá Hetti voru það Bjössi og Kevin sem voru sprækastir og einnig var Steingrímur góður í baráttunni við Matt.

Annar leikhluti var flottur og setti Pance upp smá sýningu í þriggja stiga skotum. Hann var með fjóra slíka úr jafnmörgum skotum rétt til að sýna að hann væri enn ágæt skytta. Og  fljótlega vorum við komnir í 51-27. Þarna var Borce farinn að skipta ungu strákunum inn á og var gaman að fylgjast með baráttunni hjá þeim. Hjá Hetti var Kevin, Bjössi og Emil að skora stigin, en voru ekki að ógna á neinn hátt. Staðan í hálfleik var 53-33 og strákarnir allir að fá að spila. Matt (6), Pance (9), og Darco (4).

Í þriðja byrjuðum við fast og staðan orðinn 57-37 þegar Borce fór að leyfa yngri strákunum í bland við þá eldri að spila. Bjössi, Kevin og Björgvin voru að skora stig Hattar og hjá okkur voru Matt, Pance og Craig heitir, en innkoma Danna litla var frábær. Hann stal þremur boltum og skoraði flottan þrist og var að öllum ólöstuðum maður leikhlutans. Kevin meiddist lítillega þegar hann hoppaði með Craig út af og sneri sig. Kevin er skemmtilegur karakter alltaf brosandi og ekki er hann slæmur í boltaiðkun heldur ) Staðan að loknum þriðja leikhluta 82-59.

Í fjórða leikhluta var heldur betur fjör. Á tíma voru allir 17 ára strákarnir okkar inn á og þeir voru ákafir með þeim afleiðingum að strákarnir frá Hetti voru á vítalínunni mest allan lokahlutans, Þeir tóku 16 skot og hittu úr 13 þeirra, fyrir utan þessi skot þá skoruðu þeir tvær körfur. En við vorum meira í að slá á hendur andstæðinganna, en að skora. Við náðum að koma 11 stigum til viðbótar og átti Matt 5 stig, Darco 2, Leó 2 og svo átti Stebbi flottasta "move" leiksins þegar hann fór allan völlin og skoraði flotta körfu í gegn um alla vörn Hattar. Þegar þarna var komið var Bjössi orðinn meiddur og munaði um minna fyrir Hött. Hann var að spila vel. Við vonum að Hann og Kevin verði tilbúnir fyrir leikinn á morgun.

Hjá KFÍ voru allir mjög jafnir, en Matt fær mesta hrósið fyrir frábæra baráttu undir körfunni :) Pance, Craig og Darco áttu einnir góðan leik og er liðið allt að sýna framfarir. Ungu drengirnir eru að komast í takt við leikinn og eiga framtíðina fyrir sér.

Hjá Hetti var Kevin mjög góður, en Bjössi og Björgvin voru ekki langt á eftir. Bjössi fær sérstakt "kudos" fyrir mikla baráttu :)


Stig KFÍ. Craig 22, Pance 21, Matt 21, Darco 16, Leó 4, Danni 3, Þórir 2, Hjalti 2, Stebbi Diego 2.

Stig Hattar. Kevin 29, Bjössi 18, Björgvin 17, Emil 5, Davíð 5, Steingrímur 4,
 
Fín skemmtun í kvöld og gaman að sjá alla sem komu og tóku þátt í að sýna samstöðu og gefa af sér. Þessi leikur var fyrir gott málefni og viljum við þakka öllum sem komu að þessum leik kærlega fyrir komuna og Landsbankinn fær sérstakar þakkir fyrir að gera þetta að veruleika.

Tölfræði leiksins
Deila