Fréttir

Auðveldur sigur gegn fáliðuðu liði Þórs frá Akureyri

Körfubolti | 25.01.2013
Eva leiddi liðið í kvöld
Eva leiddi liðið í kvöld

Það voru aðeins fimm leikmenn sem komust með að norðan og er það vegna veikinda, en þær sem komu börðust af krafti og gáfust aldrei upp þrátt fyrir að vera með engan skiptimann. Það var því auðveldur sigur sem kom á Jakanum í kvöld. Lokatölur 84-42.

 

Það var aðeins í byrjun leiks sem Þórsstelpurnar héngu í KFÍ en svo kom í ljós þreyta hjá þeim og tíðar skiptingar hjá KFÍ var lúxus. Það var samt sem áður frábæst spil hjá okkar stúlkum sem varð til þess að allar nema ein skoraði, en alar spiluðu þær vel og eiga hrós skilið fyrir flottan leik.

 

Það var aldrei spurning um að KFÍ færi með sigur af hólmi, en af skynsemi fengu þær yngri að spila mikið og var mínútum vel dreyft á liðið.

 

Þór fær stórt prik í kladdan fyrir að berjast fram a síðustu mínútu og geta Þórsarar verið hreyknar af þeirra framlagi.

 

Stig KFÍ.

Eva Margrét 24 stig, 7 fráköst,  6 stoðsendingar og 4 stolnir.

Brittney 13 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolnir.

Stefanía 12 stig, 13 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolnir.

Anna Fía 10 stig, 5 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolnir.

Rósa 8 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolnir.

Sunna 6 stig og 3 fráköst.

Málfríður 5 stig, 2 fráköst og 1 stoðsending.

Linda 2 stig og 3 fráköst.

Vera 2 stig, 2 fráköst og 1 stolinn.

Marelle 2 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar. 

Natalía 2 fráköst.

 

Stig Þórs.

Kristín Halla 20 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar.

Rut 13 stig, 6 fráköst og 5 stolnir.

Heiða 5 stig, 13 fráköst og 2 stolnir.

Hulda 3 stig og 5 fráköst.

Svava 2 fráköst.

 

 

 

Seinni leikur KFÍ og Þórs er  á morgun og hefst kl.13.00 á Jakanum.

 

 

 

 

 

Deila