Fréttir

Aukafundur

Körfubolti | 13.11.2015

Aukafundur Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 19. nóvember næstkomandi kl. 18:00 í Íþróttahúsinu Torfnesi.

Atkvæðisrétt á aukafundi eiga allir félagsmenn.

Á dagskrá fundarins verður eftirfarandi tillaga.

 „Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar samþykkir að taka þátt í stofnun nýs fjölgreinafélags undir merkjum Vestra og er áætlaður stofndagur þann 22. nóvember 2015. 

Með samþykkt þessari er stjórn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar veitt heimild til að koma að stofnun íþróttafélagsins Vestra með það fyrir augum að Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar verði Körfuknattleiksdeild Vestra.

Samþykkt þessi öðlast ekki að fullu gildi fyrr en með staðfestingu aðalfundar Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar.

Stjórnin

Deila