Fréttir

B-liðið féll fyrir Grundfirðingum

Körfubolti | 28.02.2016

Sjálftitlað flaggskip KFÍ mátti sætta sig við grátlegt 93-87 tap á laugardaginn fyrir sprækum Grundfirðingum sem telfdu fram tveimur úrvalsdeildarleikmönnum og 10 crossfitsköppum.

 

Okkar eini veikleiki!

 

Eftir ágætis leik framan af, þar sem B-liðið leiddi meðal annars 34-35 eftir korters leik, þá hrundi leikur okkar manna. Heimamenn fóru með 8 stiga forustu inn í hálfleik, 48-40, og jörðuðu b-liðið svo þriðja leikhluta þar sem þeir leiddu mest með 22 stigum undir lok hans.

Heimamenn voru skiljanlega talsvert spenntir fyrir að fá B-liðið í heimsókn.
Heimamenn voru skiljanlega talsvert spenntir fyrir að fá B-liðið í heimsókn.

Þegar þú ert kominn ofan í holu þá er oft ágætt að hætta að moka. Þessi fleygu orð höfðu B-liðsmenn að leiðarljósi þegar þeir hófu eitthvert svakalegasta comeback sem hinn fjölmenni hópur af áhorfendum leiksins hafði nokkurn tímann séð á sinni heimagrund. Alþýðuhetjurnar í B-liðinu settu niður 30 stig á móti 12 stigum heimamanna á þessum kafla, þ.á.m. 7 þrista, og náðu muninum niður í 1 stig, 86-85.

Grátleg meint vanþekking dómara leiksins á evrópuskrefinu og eðlilegum og sárasaklausum varnartilburðum urðu þó til þess að lengra komst B-liðið ekki og þriðji ósigur liðsins í vetur staðreynd. Liðið situr þó sem fastast í öðru sæti 3. deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir.

Stigaskor
Florijan - 34 stig, þar af 14 stig í fjórða, 7 þristar, 1/1 víti, á annan tug frákasta og a.m.k. 6 blokk áður en menn hættu að nenna að telja.

Baldur Ingi - 26 stig, 4 þristar, 2/2 víti. Hann keyrði einnig að körfunni og setti 4 layup sem samkvæmt óáræðanlegum, óábyrgum og algjörlega óstaðfestum heimildum er persónulegt met auk þess að vera fleiri layup en hann hefur sett til samans síðasta áratuginn, að æfingum og upphitunum meðtöldum.

Pétur Már - 18 stig, 2 þristar, 6/8 víti, 5 feik sendingar í sömu sókninni sem fengu sama andstæðingin til að ruglast algjörlega í ríminu (engar alvöru sendingar samt).

Þórður Jensson - 9 stig, 1/2 víti, 5 villur. Stigaskorið er ótrúlega hátt í ljósi þess að í fæstum sóknum náði hann að hlaupa að þriggja stiga línunni sóknarmeginn áður en einhver var búinn að skjóta.

Sturla - 0 stig, 10+ stoðskrín. Gat ekki frákastað og fékk því aldrei boltann.

Óskar - 0 stig. Spilaði bara vörn því einhver varð að gera það.

Deila