Það var ljóst að BJ var ekki rétti maðurinn í stöðuna sem hann átti að fylla fyrir KFÍ og fór svo að lokum að félagið sagði upp samning sínum við hann og fer hann á næstu dögum til síns heima. Hann er geðþekkur og góður piltur sem myndi sóma sér vel í annarri stöðu á vellinum, en hann hentar ekki KFÍ. Þetta var þó allt gert í mesta bróðerni og þakkar félagið honum fyrir hans störf.
Momcilo þarf þó að yfirgefa okkur í nokkrar vikur til að sinna alvarlegum veikindum í fjölskyldu hans í Serbíu. Hann er sem sagt í veikindarleyfi frá KFÍ en ætlar sér að snúa til baka um leið og hann hefur sinnt sinni skyldu. KFÍ er algjörlega á bak við hann í þessu ferli og vonar að allt gangi að óskum. Það er þannig að körfubolti er leikur og fjölskylda leikmanna gengur fyrir öllu öðru.
Áfram KFÍ
Deila