Fréttir

Baráttusigur gegn Þór Akureyri

Körfubolti | 08.01.2010
Gaman, Saman !!!
Gaman, Saman !!!
Það voru þreyttir drengir sem stigu inn í íþróttahús Síðuskóla á Akureyri og leikurinn ekki hafinn ! Ástæða þess var glerhálka var meirihluta leiðarinnar og lappirnar steinsofandi. Við mættum með gjörbreytt lið að hluta þar sem Matt hinn stóri er farinn á vit ævintýranna í Póllandi og í hans stað kominn tvítugur drengur frá Slóveníu Igor Tratnik og samlandi hans Denis Hvalek.

Eftir nokkuð góða upphitun byrjaði leikurinn og var jafnt á öllum tölum og greinilegt að hvorugt liðið ætlaði sér að gefa tommu eftir. Mikill barningur var og eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn 20-20.

Annar leikhluti byrjaði jafnt en síðan náðu Akureyringar ágætum sprett og náðu 5 stiga forustu, en strákarnir gáfu ekkert eftir og leiddu í hálfleik 29-35.

Eitthvað hefur leikhléið setið í okkar mönnum þar sem Þórsarar komu til leiks og náðu 9-2 "run" á okkur áður en við tókum við okkur og Náðu þeir Þórir, Igor, Craig og Hvalek að koma okkur aftur á réttu brautina og setti Denis þrjá þrista á skömmum tíma og Igor tróð mjög skemmtilega og staðan orðin 52-65. Og héldu nú margir að þetta væri komið, nema þá helst Óðinn og co hjá Þór sem komu til baka á örfáum mínutum og þegar 6.48 mín voru eftir af leiknum var Óðinn búinn að kveikja í Þórsliðinu og staðan 62-65, en þá var eins og ekkert færi á réttan veg hjá liðunum og á tæpum þrem mínútum fór boltinn bara manna á milli svona til að kynna þeim stærð og lögun knattarins. En mjög góð vörn og ágætir sprettir í sókn komu þessum stigum í hús og leikurinn endaði 68-74.

Það var umfram allt frábær vörn sem skilaði þessum sigri og er gaman að sjá liðið spila svona vel eftir mjög fáar æfingar fyrir leik með nýjum mönnum. En þetta er góð byrjun og skemmtilegir tímar framundan.
 
Craig átti frábæran leik var með 28 stig, 12 stoðsendingar 6 stolna bolta og 5 fráköst :) Denis komst vel frá sínu með 12 stig, Igor var með 11 stig, 11 fráköst, 3 varin skot og 3 stolna bolta. Þórir var mjög góður með 10 stig og var öflugur í vörninni sem og allir í liðinu.

Liðsheildin og barátta allra inn á vellinum er það sem kom þessum stigum í hús og núna er næsta verkefni leikur hér heima n.k. sunnudag 17. janúar gegn hressum strákum Hrunamanna.

Áfram KFÍ. Deila