Fréttir

Bein útsending hefst kl 19.05

Körfubolti | 06.10.2010
Vonandi fær þessi gjöf að nýtast sjúkum
Vonandi fær þessi gjöf að nýtast sjúkum
Á morgun er merkilegur dagur hjá KFÍ og reyndar öllum Vestfirðingum á tvennan hátt. Við erum komnir í Iceland Express deildina og tökum á móti liði Tindastóls, en það er líka miklar væringar hjá okkur Vestfirðingum og reyndar einnig félögum okkar um allt land vegna tillagna um fáranlegan niðurskurð helbrigðisstofanna um gjörvallt land. KFÍ hefur því ákveðið að senda fyrst frá leiknum okkar og fá sem flesta til að gleðjast með okkur og síðan í áframhaldi ætlum við að sýna beint frá opnum borgarafundi sem er auglýstur á Jakanum (íþróttahúsið Torfnes) og hefst hann kl. 21.00. Við höfum aldrei gert þetta en aðstæður í landinu eru ekki eðlilegar.

Þetta gerum við fyrir þá fjölmörgu sem ekki geta sótt leikinn, né fundinn en eru með okkur í anda. Við skorum því að alla sem geta að fjölmenna á leikinn og hita sig upp fyrir opinn borgarafund.

Hér er linkurinn á beinu útsendinguna KFÍ-TV, en við byrjum útsendinguna sem áður sagði kl. 19.15
 
Við tökum fram að þetta er háð því að tæknilegir örðuleikar seti ekki strik í reikninginn, en vonum það besta

Áfram KFÍ og Ísland Deila