Fréttir

Bikarhelgi hjá 9. flokki

Körfubolti | 06.01.2017
Strákarnir í 9. flokki ásamt Hallgrími Kjartanssyni farastjóra og íhlaupaþjálfara eftir góðan sigur fyrr í vetur.
Strákarnir í 9. flokki ásamt Hallgrími Kjartanssyni farastjóra og íhlaupaþjálfara eftir góðan sigur fyrr í vetur.
1 af 2

Á laugardaginn leika bæði 9. flokkur drengja og stúlkna í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Strákarnir eiga heimaleik og taka á móti Breiðabliki á Jakanum kl. 16:00. Stelpurnar skreppa hinsvegar á Suðurlandið og mæta sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna í Hveragerði á sama tíma.

Við hvetjum alla til að mæta á Torfnes og styðja við strákana í þessum mikilvæga leik um sæti í undanúrslitum. Einnig hvetjum við alla Vestfirðinga sem leið eiga um Suðurlandsundirlendið um helgina til að skreppa í Hveragerði og styðja stelpurnar.

Áfram Vestri!

 

Deila