Fréttir

Birgir Örn framlengir samning

Körfubolti | 15.05.2015
Birgir Örn Birgisson þjálfari og Ingólfur Þorleifsson formaður KFÍ við undirritun samningsins.
Birgir Örn Birgisson þjálfari og Ingólfur Þorleifsson formaður KFÍ við undirritun samningsins.

Birgir Örn Birgisson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KFÍ, hefur framlengt samning sinn við félagið. Birgir Örn kom til starfa hjá félaginu fyrir tímabilið 2013-2014 og er því að hefur því sitt þriðja tímabil með meistaraflokk karla í haust.

 

Birgis bíður krefjandi og spennandi verkefni að byggja ofan á næsta tímabil en þá fengu margir ungir og óreyndir leikmenn tækifæri til að láta til sín taka í meistaraflokki og verður spennandi að sjá hvernig Birgi og strákunum tekst að byggja ofan á þá reynslu á komandi tímabili.

 

Birgir Örn hóf feril sinn í körfuknattleik í Bolungarvík en lék einnig með Þór á Akureyri og síðar Keflavík þar sem hann hampaði tveimur Íslandsmeistaratitlum auk þess að leika með landsliði Íslands. Áður en Birgir fluttist aftur vestur starfaði hann sem körfuknattleiksþjálfari um árabil í Þýskalandi við góðan orðstýr. Þess má svo geta að Birgir dustaði rykið af körfuboltaskónum síðasta tímabili með KFÍ lét sannarlega til sín taka á vellinum.

Deila