Fréttir

Birna Lárusdóttir kjörin í stjórn KKÍ

Körfubolti | 23.04.2017
Nýkjörin stjórn KKÍ. Efri röð frá vinstri: Lárus Blöndal, Ester Alda Sæmundsdóttir, Birna Lárusdóttir, Erlingur Hannesson, Rúnar Birgir Gíslason. Neðri röð frá vinstri: Guðbjörg Norðfjörð, Hannes S. Jónsson og Eyjólfur Þór Guðlaugsson. Á myndina vantar Einar Karl Birgisson og Pál Kolbeinsson.
Nýkjörin stjórn KKÍ. Efri röð frá vinstri: Lárus Blöndal, Ester Alda Sæmundsdóttir, Birna Lárusdóttir, Erlingur Hannesson, Rúnar Birgir Gíslason. Neðri röð frá vinstri: Guðbjörg Norðfjörð, Hannes S. Jónsson og Eyjólfur Þór Guðlaugsson. Á myndina vantar Einar Karl Birgisson og Pál Kolbeinsson.

Á 52. Körfuknattleiksþingi KKÍ sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær var Birna Lárusdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs og stjórnarmaður í Kkd. Vestra, kjörin í stjórn sambandsins. Birna hefur um árabil starfað í þágu körfuboltans á Ísafirði en hefur einnig undanfarin tvö ár átt sæti Fræðslunefnd KKÍ sem er ein af fastanefndum sambandsins. Stjórnin KKÍ var að þessu sinni sjálfkjörin en ásamt Birnu gekk ný inn í stjórn Ester Alds Sæmundsdóttir.  Úr stjórn gengu þau Bryndís Gunnlaugsdóttir og Vestramaðurinn Guðjón Þorsteinsson sem setið hafa í stjórninni um árabil.

Seta Guðjóns í stjórn KKÍ undanfarin ár og kjör Birnu nú sýnir vel hve sterkt bakland Vestra er í körfuboltanum. Félagar Birnu í stjórn Kkd. Vestra óska henn innilega til hamingju með kjörið og þakka Guðjóni fyrir sitt framlag á þessum vettvangi undanfarin ár.

Af stöfum þingsins bar hæst að tillaga um að fjölga erlendum leikmönnum og koma á svokallaðri 3+2 reglu var felld á jöfnum atkvæðum. Hin umdeilda 4+1 regla verður því áfram við lýði næstu tvö árin. Þá var einnig fjallað mikið um framtíð kvennakörfunnar á Íslandi en tillögu KR um að stækka úrvaldeild í 12 liða deild var vísað til stjórnar. Þá var samþykkt þingsályktunartillaga Breiðabliks um að fjölga umferðum í 1. deild karla úr tveimur í þrjár.

Deila