Fréttir

Boltaskólamót KFÍ og HSV á laugardag

Körfubolti | 17.11.2015

Á laugardaginn kemur, 21. nóvember, verður haldið skemmtilegt körfuboltamót í íþróttahúsinu á Torfnesi ætlað kátum krökkum í 1.-4. bekk. Mótið mun standa frá 11-13 en inn í það verður blandað leikjum, stuði og stemmingu.

Allir krakkar á þessum aldri eru hjartanlega velkomnir en nemendur í íþróttaskóla HSV eru sérstaklega boðnir velkomnir enda markar mótið lok fyrsta körfuboltatímabilsins í íþróttaskólanum. Helgi Hrafn Ólafsson, yngri flokka þjálfari, hefur haldið utan um kennsluna í íþróttaskólanum en hann og aðrir yngri flokka þjálfarar og liðsmenn meistaraflokks karla KFÍ sjá um framkvæmd mótsins.

Spilað verður þrír á þrjá og verður börnunum skipt eftir aldri og kyni. Allir fara heim með smá verðlaun að móti loknu og heitt verður á könnunni fyrir hina fullorðnu. Við hvetjum foreldra eindregið til að koma og fylgjast með krökkunum í skemmtilegu móti á Torfnesi milli kl. 11-13 á laugardaginn kemur.

Deila