Fréttir

Chris Miller-Williams skrifar undir á ný við KFÍ

Körfubolti | 12.06.2012
Nautið er á leiðinni á Jakann á ný
Nautið er á leiðinni á Jakann á ný

Hinn öflugi framherji Chris Miller-Williams sem kom með okkur upp í efstu deildina hefur undirritað nýan samning við félagið um að spila hérna næsta vetur. Chris var geysilega öflugur og sýndi í leikjum í Lengjubikarnum og Powerade bikarnum að hann er vel samkeppnshæfur á vellinum og fyrir utan góðan leik innan vallar er hann mikill og góður karakter utan vallar sem er mikill og góður plús. Það er ávallt fagnaðarefni þegar leikmenn vilja vera áfram hjá félögum á Íslandi. Það sýnir festu og ábyrgð af beggja hálfu.

 

Við fögnum hans heimkomu og verðum með frekari fréttir næstu daga.

 

Áfram KFÍ

Deila