Craig er hér ásamt formanni KFÍ Sævari Óskarsyni og Guðna Ólafi Guðnasyni gjaldkera
Hinn magnaði leikstjórnandi og fyrirliði KFÍ skrifaði undir nýjan samning við KFÍ núna í morgun. Það þarf ekki að taka fram að allir innan KFÍ eru gríðarlega ánægðir með að fá Craig aftur til okkar, en það verður hans fjórði vetur með félaginu. Það er strax farið að skipuleggja næsta tímabil og von er á fleiri fréttum á allra næstu dögum. Craig vill koma fram þökkum til allra stuðningsmanna KFÍ og hlakkar til að sýna sig og sjá aðra sem allra fyrst.