Fréttir

Daði Berg Grétarsson í viðtali við kfi.is

Körfubolti | 23.06.2010
Daði er spenntur fyrir tímabilinu.
Daði er spenntur fyrir tímabilinu.

Við fengum Daða Berg Grétarsson til að svara nokkrum snörpum spurningum og hér er afraksturinn.

1. Hvað ertu gamall ?
19 ára ungur :)

2. Hvenær byrjaðir þú í körfu ?
Ég byrjaði 9 ára hjá "legendinu", Einari Ólafssyni hjá ÍR.

3. Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn ?
Það er Humar hjá pabba.

4. Hvaða lið í NBA (og leikmaður) ?
Að sjálfsögðu Lakers og Kobe Bryant !!

5. Af hverju KFÍ ?
Flottur klúbbur með mikinn metnað !

6. Hvernig líst þér á aðstæður ?
Töff aðstæður og flott umgjörð.

7. Hvernig líst þér á þjálfarann ?
Mér líst vel á hann, en maður á eftir að kynnast honum þgar tímabilið byrjar.

8. Hvaða takmark á KFÍ að setja sér ?
Það er raunhæft að stefna á úrslitakeppnina.

9. Hvenær kemur þú vestur ?
Ég kem vestur um miðjan ágúst.

Og þá hleypur strákurinn út í sumarið og ætlar að koma í toppformi, enda eins gott því þjálfarinn er með ströng viðurlög við slugsahætti !!

Deila