Fréttir

Dagur fjögur í máli og myndum

Körfubolti | 09.06.2013
Það er kúnst að kunna að senda boltann
Það er kúnst að kunna að senda boltann
1 af 9

Fimmti dagur æfingabúða KFÍ hélt áfram í dag og núna eru flestir krakkarnir komnir yfir þreytuþröskuldinn sem hefur gert vart við sig. Þjálfararnir hafa passað upp á að krakkarnir séu í hvíld og staffið ómetanlega hér í búðunum hefur séð um að ávextir og matur sé til staðar allan daginn. Hvíl og næring er líka mikill partur af því að komast í æfingaform.

 

Um kvöldið var svo haldið áfram í keppnum og verða úrslitin háð á sunnudeginum, ásamt því að kvöldvaka, grill og óvæntur leikur verður settur á dagskrá sem nánar verður greint frá hér á síðunni.

 

Krakkarnir eru enn skælbrosandi og á milli æfinga er horft á bíómyndir frma í "the lounge" og er jafnan þéttsetinn bekkurinn.

 

Myndir hér með fréttinni og síðu okkar einnig á Facebook

Deila