Nýr leikmaður hefur verið fenginn í stað BJ Spencer sem engan veginn var að ráða við hlutverk leikstjórnanda. Sá sem tekur við honum er leikmaður frá Marshall University og heitir kappinn Damier Pitts og spilaði hann sinn fyrsta leik ný lentur á Íslandi eftir sólarhings ferðalag. Damier komst ágætlega frá sínu og auðskilið að hann var með engin kerfi á hreinu, né þekkir leikmenn okkar.
En það sem sást í gær lofar góðu um framhaldið og verður gaman að sjá hann hér á sunnudaginn gegn liði Snæfells.
Hér er smá myndband af kappanum í fyrra með félögum sínum í Marshall Uni.
Við bjóðum Damier velkominn í KFÍ
Deila