Fréttir

Drengjaflokkur - Auðveldur sigur gegn Val

Körfubolti | 07.02.2010
Gautur átti stórleik með 20 stig.
Gautur átti stórleik með 20 stig.
Drengjaflokkur vann auðveldan sigur gegn Völsurum 106-54. Eins og lokatölur gefa til kynna var þetta nokkuð mikil einstefna, nokkuð mikil  breyting frá fyrri leik þessara liða sem fór í 4 framlengingar.  Munar að vísu aðeins um Togga fyrir Valsarana.

Ljóst var frá fyrstu sekúndu í hvað stefndi, staðan var 11-3 eftir 4 mínútur og 18-11 eftir fyrsta fjórðung.  Í hálfleik var 50-22, eftir 3 fjórðunga var staðn komin í 73-38 og loks endaði leikurinn eins og áður segir með 52 stiga sigri, 106-54.

Allir KFÍ piltar spiluðu vel en enginn þó eins og Gautur sem átti sannkallað stjörnuleik, skoraði carrer high 20 stig.

Annars skiptust stig, víti og þriggja svona:
Stig Vítanýting Þriggja
Leó Sigurðsson 21 4-3  2
Gautur Arnar Guðjónsson 20 4-3 1
Florijan Jovanov 17 6-3
Guðmundur Guðmundsson 11  6-3 
Hermann Hermannsson 10  8-2 
Hlynur Hreinsson 
Jón Kristinn Sævarsson  7 8-5 
Sigmundur Helgason  2-1 
Hákon Atli Vilhjálmsson 
Guðni Páll Guðnason 
 Sævar Vignisson 2-1 
Deila