Fréttir

Drengjaflokkur með góðan útisigur

Körfubolti | 26.02.2011
Strákarnir voru grimmir
Strákarnir voru grimmir
Strákarnir í drengjaflokk voru rétt í þessu að leggja Sindra frá Hornafirði. Lokatölur 80-68. Leikruinn var spilaður í DHL-höllinni hjá KR, en þes má geta að KR er búið að liðsinna okkur frábærlega og viljum við skila bestu kvejum til þeirra Finns Jónssonar, Hrafns Kristjánssonar og Baldur Inga Jónassonar sem hafa verið okkur afar liðlegir ásamt öllum starfsmönnum hallarinnar.

Strákarnir spila síðan aftur við Sindra í fyrramálið kl. 10.00 í DHL-höllinni áður en lagt er af stað vestur. Í lið KFí vantar leikmenn og sérstaklega var sárt að hafa ekki Sævar Vignisson sem meiddist illa í leik meistarflokks gegn Fjölni þar sem hann fékk slæma byltu og uppskar vægan heilahristing og svakalegt glóðurauga. Viljum við skila bestu batakveðjum til hans úr borg óttans.

Meira um leikina á morgun frá fararstjóranum Guðna Ó. Guðnasonar.   Deila