Strákarnir úr drengjaflokk kepptu í morgun gegn Sindra öðru sinni og tóku þeir leikinn aftur. Lokatölur 66-58. Frekari umfjöllun kemur þegar strákarnir koma vestur, en það var þó samdóma álit þeirra að Jói Friðriks hefði verið "nagli" leiksins og spilaði hann mjög vel.
Við viljum þakka KR kærlega fyrir alla þeirra hjálp. Án þeirra hefði þessi helgi ekki orðið að veruleika. Baldur, Hrafn, Finnur og co. TAKK