Fréttir

Edin farinn heim

Körfubolti | 29.12.2010
Edin (t.v) kveður körfuna í bili
Edin (t.v) kveður körfuna í bili
Edin Sulic er nú farinn heim á leið eftir erfið meiðsli, uppskurð og endurhæfingu í margar vikur. Aðgerðin heppnaðist ágætlega, en hann þarf mun lengri tíma til þess að ná sér að fullu. Þetta voru gríðarleg vonbrigði fyrir Edin sem leið mjög vel á Ísafirði og gerði allt sem hann gat í þeim leikjum sem tók þátt í með félaginu. Hann var með 15.3 stig. 9,5 fráköst og 1.3 varin í leik á annari löppinni. Og það verður ekki kvartað yfir hans framlagi frá okkur. Það er mikill söknuður af þessum pilt, enda frábær leikmaður og sömuleiðis félagi. Nú stendur leit yfir af manni í hans stað og verður greint frá því um leið og eitthvað gerist í þeim efnum. Deila