Fréttir

Efnilegir körfuboltakrakkar

Körfubolti | 21.08.2017
Krakkarnir á sumarnámskeiðinu teygðu duglega í lok æfinga undir stjórn Yngva þjálfara.
Krakkarnir á sumarnámskeiðinu teygðu duglega í lok æfinga undir stjórn Yngva þjálfara.
1 af 4

Það var mikil stemming á seinna sumarnámskeiði Kkd. Vestra sem fram fór á Torfnesi í síðustu viku en fyrra námskeiðið var haldið í byrjun júlí. Námskeiðin voru ætluð krökkum á leið í 1.-4. bekk og voru hátt í 20 krakkar skráðir til leiks á seinna námskeiðið

Yngvi Páll Gunnlaugsson, yfirþjálfari, stýrði æfingum og var hann afar sáttur við frammistöðu síns fólks. Flestir í hópnum æfðu körfubolta með félaginu síðastliðinn vetur og eru nú vel undirbúnir fyrir æfingar á komandi tímabili. Yngvi grillaði fyrir krakkana í lok síðustu æfingarinnar á föstudag með dyggri aðstoð frá Rósu, starfsmanni íþróttahússins.

Nú er þess skammt að bíða að ný æfingatafla körfunnar líti dagsins ljós. Körfuboltadagur Vestra verður haldinn með pomp og prakt fimmtudaginn 7. september, en þar verður æfingataflan og vetrarstarfið kynnt rækilega. Við segjum nánar frá Körfuboltadeginum þegar nær dregur.

Deila