Fréttir

Einir á toppnum eftir sigur á Haukum.

Körfubolti | 22.01.2010
"Craigsterinn" flaug hreinlega í þessum leik
1 af 5
KFÍ er komið á toppinn eftir frækinn sigur ggn Haukum frá Hafnarfirði og okkur finnst ekkert sérstaklega kalt þarna uppi enda komnir af Jakanum !!

Fyrirfram vissum við að þetta yrði hörkurimma og bæði lið myndi selja sig dýrt. Þetta rættist og frá yfrstu mínútum byrjaði fjörið. Efitr mjög jafna byrjun þar sem bæði lið voru að þreyfa á hvort öðru náðum við góðum spretti og vorum komnir í 14-6 og fimm mínútur búnar af leiknum, en þá komu Haukar til baka og náðu að jafna leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta 19-19.

Í öðrum leikhluta vaqr jafnt á öllum tölum þar til að Haukarnir tóku sprett og leiddu í hálfleik 42-39. Þegar þarna var komið voru bæði lið búin að sýna góðan leik og einsýnt að seinni hálfleikur yrði æsispennandi.

Seinni hálfleikur byrjaði með sömu látunum, en Haukar tóku leikinn í sínar hendur fljótlega í þriðja leikhluta og allt í einu voru þeir komnir með 52-43 forustu. Þarna vou áhorfendur okkar ekki alveg að meika þa´eins og púkarnir segja, og taugar þandar til hins ýtrasta. En strákarnir voru ekki á því að leggjast í kör, gyrtu sig í brók og með "Craigsterinn" í fararbroddi komum við til baka og í enda þriðja var staðan 64-62 fyrir Hauka og spennan svakaleg.

Fjórði leikhluti hófst með að Haukar komust í 66-62 og leikurinn orðinn bannaður taugaveikluðum ! Eftir 4 mínútur var staðan 74-70 fyrir KFÍ :) Þarna fórum við að sjá glitta í sigur og fór leikgleðin að skína úr andlitum strákanna sem smitaðist til fjölda áhorfenda KFÍ sem létu svo sannarlega í sér heyra.
Og þarna kom sigurinn við komust í 82-72 og þá var ekki aftur snúið. Við silgdum þessum í land og lönduðum snyrtilegum sigri !!! Lokatölur 87-81 og allir drengirnir fóru flikk flakk á vellinum :) 

"Craigsterinn" (Craig Schoen) var frábær og þrátt fyrir mikla og góða viðleitni þá áttu Haukar fá svör við leik þessa frábæra drengs. Hann endaði með 35 stig, 6 stoðsendingar, 3 fráköst og 5 stolna bolta hann hitti úr 60% tveggja (6/10) 56% í þriggja (5/9) 100% í vítum (8/8). Hann er einfaldlega ekki hægt :)

Igor sýndi sig þarna. Þessi 20 ára piltur var með 14 stig og 20 fráköst !!! og með þessu bætti hann við 5 vörðum skotum. Snilld..

Darco hélt áfram að sýna að hann er varnarjaxlinn í KFÍ. hann lenti í smá villu vandræðum en á 28 mínútum gerði hann 13 stig og reif niður 12 fráköst..

Denis "the manece" kom með sitt lúmska bros, setti tvo þrista og var með 4/4 í vítum endaði með 10 stig.

Pance barðist eins og ljón, þrátt fyrir meiðsli og setti 6 stig. Við eigum hann inni sem og Þóri sem lenti í villuvandræðum en hann barði liðið áfram eins og sannur fyrirliði !!! Hann skoraði 5 stig.

"Nýliðinn" hjá okkur Atli Rafn Hreinsson sem ætlaði ekki að spila fyrr en gegn Val þar sem hann er að flytja kom og gaf okkur dýrmætar mínútur skoraði 4 stig, tók 3 fráköst og spilaði góða vörn.

Ungu drengirnir þeir Florijan og Leó stóðu sina vakt og Helgi Dan tók fram skóna fyrir okkur og varð okkur hvatning.

Heima á Ísafirði sátu svekktir þeir Hjalti, Danni og Hlynur. Danni er lasinn og þeir Hjalti og Hlynur komust ekki þar sem seinna fluginu var frestað vegna veðurs í Reykjavík. Þeir voru búnir að naga neglurnar upp á handlegg þar sem þeir sátu fyrir framan "live stattið" Þar eigum við þrjá góða drengi inni einnig og ekki dónalegt !!

Það er kannski þreytt að segja þetta en ,,þetta var sigur liðsheildarinnar" !! Og liðið er að slípast saman, enda margir nýjir leikmenn að bætast í góðan hóp "útlendingahersveitarinnar" :)

" Strength and honor" 

ÁFRAM KFÍ.

Deila