Það kom berlega í ljós að ekki eru margir sem spá okkur góðum árangri í vetur á fundi hjá KKÍ í dag og er það svo sem skiljanlegt komandi beint upp um deild og vitandi hvernig fór síðast 2010-11.
En það er eitt að spá og annað að láta spárnar rætast. Það er hugur í okkar félagi og það er enginn hér búinn með tímabilið 2.október. Það er svo vitað að mikil vinna liggur fyrir hjá okkur, en við erum ekki hræddir við vinnu, hún göfgar ef rétt er að henni staðið !
Skallagrímsdrengjum er einnig spáð niður í 1.deild og KR er samkvæmt spánni meistarar. En í körfunni getur rmargt gerst og þeir sem eru hér að skrifa fyrir síðuna okkar geta spáð hverjir verði meistarar og hverjir falla, enda leikur að tölum og spáin okkar er algjört leyndarmál, en verður gerð opinber 25.apríl 2013.
Það er þó skynsöm spá okkar að þessi deild verið mjög jöfn og spennandi og að það séu fjögur lið sem séu sigurstrangleg á pappírnum góða. En "note bene" þetta er pappír og hann vegur ekki þungt þegar komið er inn á gólfið.
Spáin er þessi og stig fyrir aftan.
Spá Dominos-deild karla:
Hæsta gildi 432 – Lægsta gildi 36
1. KR - 394
2. Stjarnan - 369
3. Grindavík - 368
4. Þór Þorl - 311
5. Snæfell - 295
6. Keflavík - 284
7. ÍR - 180
8. UMFN - 177
9. Tindastóll - 141
10. Fjölnir - 120
11. KFÍ - 86
12. Skallagrímur - 83