Fréttir

Ekki væsir um okkar fólk

Körfubolti | 04.03.2013
Íris Jóns að baka vöfflur með ungviðinu
Íris Jóns að baka vöfflur með ungviðinu

Eins og við greindum frá eru margir á okkar vegum á ferðalagi frá Nettómótinu og hafa verið á ferð síðan á föstudag. Lagt var af stað vestur í gær eftir að ljóst var að ekki yrði flogið. Nú er svo komið að við erum með fólk á tveim stöðum í gistingu. Annars vegar erum við með hóp í góðu yfirlæti í Reykjanesi og hins vegar á Hólmavík, en sá hópur var sóttur á Steingrímsfjarðarheiði, en björgunasveitarmenn sem komu og sóttu okkar fólk sögðu að hárrétt hafi verið staðið að málum frá fararstjórum KFÍ og komust allir til Hómavíkur án neinna vandræða.

 

Á Hólmavík tók vertinn á Finna Hótel á móti hópnum og var allt klárt til gistingar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Farið var í verslunarleiðangur eftir morgunmat og keypt í matinn og eru allir brosandi núna. Það er gott að eiga góða að þegar svona aðstæður koma upp og erum við þakklát þeim í Reykjanesi og á Hólmavík fyrir góða aðstoð.

 

Allir biðja um kveðjur heim. Farið verður af stað heim þegar grænt ljós verður gefið, en þangað til munum við njóta áframhaldandi gestrisni staðarhaldara.

 

Við erum ýmsu vön og er þetta ekki í fyrsta skipti sem við verðum veðurteppt, en svona er þetta stundum á Íslandi og við tökum þessu með stóískri ró.

 

Áfram KFÍ

Deila