Fréttir

Elfar heilsar upp á KFÍ

Körfubolti | 17.10.2009
Óðinn Gestsson ásamt Borce Ilievski og Craig Schoen afhenda Elfari Einarssyni þakklætisvott frá KFÍ.
Óðinn Gestsson ásamt Borce Ilievski og Craig Schoen afhenda Elfari Einarssyni þakklætisvott frá KFÍ.
Elfar Einarsson frá Icelandic USA leit inn á æfingu KFÍ í vikunni, en þeir hafa verið traustir stuðningsaðilar félagsins í gegnum árin. Elfar þekkir vel til á Vestfjörðum, enda á hann ættir sínar að rekja til Súgandafjarðar.


Það er alltaf sérstaklega ánægjulegt að fá bakhjarla eins og Elfar í heimsókn, og fá tækifæri til þess að kynna honum starfið. Styrkleiki félags eins og KFÍ endurspeglar yfirleitt vel stuðninginn sem það nýtur í samfélaginu, nær og fjær. Þetta skilja þeir Elfar og félagar í Icelandic USA og við stöndum í þakkarskuld við þá eins og svo marga aðra styrktaraðila KFÍ.

KFÍ þakkar Elfari fyrir komuna og óskum við honum til hamingju með afmælisdaginn sem nálgast óðfluga.


Deila