Það er alltaf sérstaklega ánægjulegt að fá bakhjarla eins og Elfar í heimsókn, og fá tækifæri til þess að kynna honum starfið. Styrkleiki félags eins og KFÍ endurspeglar yfirleitt vel stuðninginn sem það nýtur í samfélaginu, nær og fjær. Þetta skilja þeir Elfar og félagar í Icelandic USA og við stöndum í þakkarskuld við þá eins og svo marga aðra styrktaraðila KFÍ.
KFÍ þakkar Elfari fyrir komuna og óskum við honum til hamingju með afmælisdaginn sem nálgast óðfluga.