Fréttir

Enn einn frábær þjálfari í æfingabúðirnar

Körfubolti | 23.04.2013

Nemanja Jovanovic kemur frá Serbíu upprunarlega og var þar meðal annars leikmaður í unglingaliði Red Star frá Belgrad og síðan leikmaður BC Kolubara Lazarevac. Hann hefur þjálfað í Serbíu, Spáni og Danmörku og var í vetur aðstoðarþjálfari 79ers Denmark. Hann er aðstoðarþjálfari u-16 landsliðs Danmerkur og var í fyrra einnig aðstoðarþjálfari u-18 ára landsliðsins. Hann hefur unnið til margra verðlauna sem þjálfari yngri liða í Serbíu og á Spáni og var meðal annars valinn þjálfari ársins hjá BC Kolubara Lazarevac á Spáni.

 

Hann er með mikla reynslu í að halda þjálfaranámskeið og hefur flutt marga fyrirlestra meðal annars á Spáni, Litháen og Svíþjóð. 

 

Nemanja fær meðmæli frá þjálfurum eins og Darko Rajakovic frá Tulsa NBA-D. Við fögnum komu hans í æfingabúðirnar sem eru með hverjum degi að vera meira spennandi fyrir iðkendur og þjálfara sem vilja læra meira.

Deila