Fréttir

Enn eitt sárgrætilegt tap eftir framlengdan leik gegn ÍR

Körfubolti | 01.03.2013
Tyrone var frábær í gær
Tyrone var frábær í gær

Það stefndi allt í að KFÍ færi með stigin með sér heim í gær úr Hertz hellinum, en á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma náði Hjalti Friðriksson að setja þrist og jafna leikinn fyrir ÍR og framlengt var í þriðja sinn hjá KFÍ í vetur. Í framlengingunni datt leikurinn með ÍR og mjög erfitt tap staðreynd. Lokatölur 95-86 (76-76).

 

Bæði lið voru taugastrekt í byrjun leiks og lítið skorað og eftir fyrsta leikhluta var staðan 15-10 fyrir ÍR. Það var hreinlega eins og plastfilma væri yfir körfum beggja liða. Við hresstumst í öðrum leikhluta sem var vel leikinn af okkar hálfu og fórum með 32-35 forskot inn í hálfleik.

 

En svo byrjaði sami gangurinn hjá báðum liðum. Taugarnar voru þandar og lítið gekk að skora körfur. Þegar þeim þriða lauk var staðan 50-50 og leikurinn spennandi. Í upphaf þess þirðja náðum við góðu 11 stiga forkoti, en með stórleik Eric Palm náðu ÍR að komast nær okkur og þegar nokkrar sekúndur voru eftir var staðan 73-76 og Pétur tekur tíma. Það var allt gert til að stöðva Palm sem var sjóðandi heitur. Boltinn barst hins vegar til Hjalta sem setti örugglega stærstu þriggja stiga körfu sína á ferlinum og framlengt var.

 

Í framlengingunni gekk allt upp hjá ÍR en við fengum ekki mikið frá dómurum leiksins og voru stórir dómar sem féllu ÍR í vil sem eiginlega slökkti í strákunum okkar og ÍR vann sanngjarnan sigur. Lokatölur eins og áður kom fram 95-86.

 

Nú eru þrír leikir eftir og það gegn stórum liðum, en í þessari deild eru öll lið stór og það er ekkert útilokað í að halda sér í deildinni og jafnvel að tryggja sér sæti í úrlsitakeppninni. Það er ekki okkar bragur að hætta og gefast upp og svo verður ekki núna. Við berjumst fram til síðustu múnútu. Og við viljum þakka áhorfendum sem komu og studdu okkur fyrir sunnan kærlega fyrir.

 

Stig KFÍ.

Damier 33 stig, 9 fráköst, 6 stoðir.

Tyrone 20 stig, 16 fráköst, 4 stoðir og 6 varin skot (Maður leiksins hjá KFÍ)

Mirko 18 stig, 10 fráköst.

Kristján 6 stig, 1 frákast.

Jón Hrafn 4 stig, 6 fráköst.

Hlynur 3 stig, 1 frákast, 2 stoðsendingar.

Guðmundur 2 stig, 1 frákast, 1 varið skot.

 

Áfram KFÍ

 

Deila