Fréttir

Enn sigra stelpurnar

Körfubolti | 25.02.2012
Strákar ! MOVE OVER
Strákar ! MOVE OVER

Seinni leikurinn var gegn Stjörnunni í dag, en stelpurnar okkar sigruðu þann fyrri í gærkvöld 69-53. Að þessu sinni varð leikurinn enn meira spennandi en fór svo að lokum að Ísstelpurnar okkar unnu aftur, en núna með þrem stigum, lokatölur 60-57.

 

Enn og aftur voru það stúlkurnar úr Garðabænum sem byrjuðu betur og náðu mest sjö stiga forustu, en KFÍ kom ávallt til baka. Í tedrykkjunni voru þó Stjörnustúlkur með yfirhöndina, staðan 32-37. Og aftur á innan við sólarhring messaði Pétur Már hressilega yfir þeim og komu þeir eins og naut í flagi í seinni hálfleik og hélst mikil spenna þar sem liðin skiptust á körfum. Þó voru KFÍ stúlkurnar með forskot lengstum, en gestirnir hættu aldrei og náðu að koma sér inn í leikinn og þegar skammt var eftir var staðan jöfn 52-52 og allt opið.

 

En taugarnar héldu okkar megin í dag og voru heilladísirnar okkar megin í restina og fyrsta sætið okkar í 1. deild með 20 stig með tvo tapaða, en Grindavík er með 18 einn leik tapaðan, en færri leiki spilaða  og verða lokaleikirnir okkar í deildinni meiriháttar spennandi og erum við í baráttu um sæti í Iceland Express deildinni rétt eins og strákarnir eru búnir að tryggja sér. Það er gaman að sjá báða meistaraflokkana vera í efsta sæti í 1.deild á www.kki.is :)

 

Sýnt var beint frá leiknum á KFÍ-TV og var mikil ánægja með útsendinguna. Okkur telst að þetta sé í fyrsta skipti sem sent úr leik í 1. deildinni og von á meiru þar.

 

Tölfræðin kemur seinna í dag, en nú eru allir að horfa á leik UMFB í Bolungarvík í 2.deildinni þar sem strákarnir þar eru að berjast við að komast í úrslitakeppnina í 2. deild.

 

Áfram KFÍ

Deila