Fréttir

Er spennt að fara út til Danmerkur

Körfubolti | 26.06.2011
Sara hér í leik með Val. Mynd valur.is
Sara hér í leik með Val. Mynd valur.is

Sara Diljá Sigurðardóttir er á leið til Danmerkur og er virkilega spennt fyrir því verkefni sem liggur fyrir. Hún hefur spilað fyrir Val og kom í Æfingabúðirnar hjá okkur og sér ekki eftir því. Þetta er það sem stúlkan hafði að segja við heimasíðuna þegar við náðum í hana,

 

,,Ég vissi af Æfingabúðunum fyrir ári síðan en komst ekki þá. Ég var ákveðin í að koma í þetta sinn og sé ekki eftir því. Öll aðstaða var til fyrirmyndar svo og maturinn og þjálfararnir þeir bestu sem hægt var að fá.

 

Þarna gafst mér tækifæri á að kynnast öðrum krökkum, læra nýjar æfingar og svo var frábært að fá alls kyns fræðslu á milli æfinga. Í Æfingabúðunum var mér boðið í körfuboltaskóla í Danmörku í vetur fyrir atbeina Geoff Kotila og ákvað ég að þiggja það og hlakka mikið til.

 

Í Æfingabúðunum voru frábærir erlendir þjálfarar og aldrei að vita hvaða tækufæri bjóðast krökkunum. Ég mæli eindregið með Æfingaúðum KFÍ fyrir krakka sem vilja bæta sig í körfubolta og svona tækifæri sem ég er að fá er algjör bónus ofan á allt það frábæra sem ég fékk frá dvöl minni á Ísafirði"

 

kfi.is þakkar Söru frábær viðkynni og óskar henni velfarnaðar og munum við fylgja henni eftir í vetur og fá fréttir frá henni.

Deila