Fréttir

Eva Margrét í æfingahóp A-landsliðs Íslands

Körfubolti | 30.04.2014

Eva Margrét okkar er kominn í æfingahóp A-landsliðs Íslands en hún er fyrir ein af aðalleikmönnum U-18 ára landsliðsins. Stúlkan varð sem flestir vita Íslandsmeistari með liði Snæfells og stóð sig frábærlega á sínu fyrsta ári í efstu deild. Það er ljóst að Eva er mikill afreksmaður og var kosin íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir tveim árum og er að sýna og sanna að það var engin tilviljun.

 

 

Deila