Fréttir

Eva Margrét í æfingahópi U-20 landsliðsins

Körfubolti | 25.03.2015
Eva Margrét í leik með KFÍ fyrr í vetur.
Eva Margrét í leik með KFÍ fyrr í vetur.

Eva Margrét Kristjánsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna hjá KFÍ, var á dögunum valin í æfingahóp U-20 landsliðs KKÍ. Á yfirstandandi keppnistímabili hefur Eva einnig verið valin í æfingahóp U-18 liðsins. Eva hefur umtalsverða reynslu af verkefnum með yngri landsliðum KKÍ og hefur bæði spilað með U-16 og U-18 liðunum auk þess að hafa verið valin í æfingahóp A-landsliðsins.

 

U-20 landsliðsins bíða spennandi verkefni í sumar en kvennaliðið tekur þátt í Norðurlandmóti í Danmörku um miðjan júní. Þjálfari kvennaliðsins er Bjarni Magnússon en Andri Kristinsson er aðstoðarþjálfari.

 

Stjórn KFÍ óskar Evu Margréti til hamingju með árangurinn!

Deila