Fréttir

Fall er fararheill!

Körfubolti | 04.02.2012
KFÍ stúlkur voru grimmar í vörninni í seinni hálfleik
KFÍ stúlkur voru grimmar í vörninni í seinni hálfleik
1 af 4

Lið KFÍ í 10. flokki kvenna hóf keppni í A-riðli Íslandsmótsins, en þar eru saman komin fimm bestu lið landsins.  Það eru Grindavíkur, Hrunamanna, Keflavíkur og frá Njarðvík, sem við munum etja kappi við um helgina.  Í fyrsta leik mættum við heimamönnum sem eru með mjög skemmtilegt lið og verður að segjast eins og er að þær voru svo sannarlega heimahagar.  Á meðan hvorki gekk né rak hjá okkar stúlkum virtist allt verða UMFG að vopni í upphafi leiks.  Enda vorum við undir í hálfleik 25:5.  

 

Í seinni hálfleik fóru KFÍ stúlkur að hressast mikið og sýndu flottan leik á köflum.  Vörnin fór að vinna betur og ágætistaktar sáust líka í sóknarleiknum.  Það fór þó svo að þessi bratta brekka sem KFÍ var komið í, reyndist of erfið og sigruðu Grindavíkurstúlkur að lokum 47:24.

 

Það er greinilegt á þeim leikjum sem hafa farið fram nú þegar að á þessu stigi skilur verulega á milli liðanna í t.d. töpuðum boltum, og þær sem ná að takmarka þá, ná hagstæðari úrslitum.  Þetta er eitthvað sem hægt er að vinna í og ætti KFÍ að eiga ágætis möguleika á hagstæðum úrslitum í framhaldinu.  Auk þess verður ekki hjá því komist að minnast á vítanýtingu KFÍ sem var vægast sagt ekki glæsileg, þ.e. eitt af fjórtán skotum ofani og munar öll lið um minna!!!  Þetta er líka eitthvað sem við getum auðveldlega bætt.

 

Fyrir okkar leik höfðu lið Keflavíkur og Hrunamanna mæst í mjög ójöfnum leik, sem lauk með yfirburðasigri Keflavíkur 83:23. Nú er svo hálfleikur hjá Njarðvík og Hrunamönnum og staðan 27:29 fyrir Hrunamenn.

 

Stig KFÍ: Eva 13, Rósa 4, Lovísa 4, Kristín Erna 3, Málfríður og Lilja skiluðu öðrum tölfræðiþáttum skilmerkilega í hús!

Deila