Fréttir

Félgasfundur KFÍ um sameiningu íþróttafélaga

Körfubolti | 14.12.2014

Stjórn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar boðar til félagsfundar (aukafundar) vegna fyrirhugaðrar sameiningar íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Fundurinn fer fram á fimmtudaginn 18. desember kl. 18:00 í húsnæði Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði að Aðalstræti 20.

 

Dagskrá:

  1. Kynning á vinnu undirbúningshóps sameiningar
  2. Umræður
  3. Kosning tveggja fulltrúa í sameiningarnefnd

Allir þeir sem koma að starfsemi KFÍ, jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgismenn eru hvattir til að mæta á fundinn.

 

Boðað er til fundarins samkvæmt 9. gr. laga KFÍ um aukafund: „Aukafund félagsins má halda ef stjórn álítur þess þörf eða ef 2/3 hlutar atkvæðisbærra fundarmanna á aðalfundi félagsins óska eftir því, enda tilkynni þeir um leið það fundarefni er ræða á. Aukafundur er lögmætur ef til hans er boðað með helmingi styttri tilkynningarfresti en mælt er fyrir um í 6. gr. Um atkvæðisrétt og kjörgengi á aukafundi fer eftir 8. gr. Á aukafundi má ekki gera lagabreytingar.“

 

Um atkvæðisrétt og kjörgengi á aukafundi fer samkvæmt 8. gr. laga félagsins: „Rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn. Rétt til kjörgengis í stjórn eiga þeir félagar sem eru orðnir 18 ára.“

Deila