Fréttir

Finnur Freyr yfirþjálfari búðanna 2016

Körfubolti | 11.01.2016

Nú er unnið að því að setja saman þjálfarateymi fyrir körfuboltabúðirnar sem haldnar verða 31. maí til 5. júní nk. Yfirþjálfari verður Finnur Freyr Stefánsson, aðalþjálfari mfl. karla hjá KR, Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. Hann er auk þess þjálfari U-20 ára karlalandsliðs Íslands og aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Finnur hefur mikla reynslu af þjálfun barna og unglinga en hann var áður yfirþjálfara yngri flokka KR og gerði nokkra þeirra að Íslandsmeisturum. Finnur er vel þekktur í Körfuboltabúðum KFÍ þar sem hann hefur áður verið yfirþjálfari og erum við afskaplega ánægð með að hann skuli vera mættur aftur til að miðla ungu körfuboltafólki af reynslu sinni og þekkingu.

 

Aðrir þjálfarar sem hafa tilkynnt komu sína eru Arturo Alvarez, Natasja Andjelic og Borce Ilievski, allt úrvals þjálfarar sem áður hafa verið í búðunum og er frábært að fá þau aftur. Fleiri þjálfarar eru áhugasamir um að koma og færum við fréttir af því um leið og þátttaka þeirra verður staðfest

Deila