Fréttir

Finnur Freyr yfirþjálfari körfuboltabúða KFÍ 2013

Körfubolti | 14.04.2013

Finnur Freyr Stefánsson verður yfirþjálfari körfuboltabúða KFÍ 2013 en hann er okkur vel kunnur og er mikil tihlökkun að fá hann til starfa á ný hér við búðirnar. Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um afrek drengsins en Finnur Freyr hefur verið lykilmaður í þjálfun yngri flokka KR til margra ára og er núna þjálfari kvennaliðs KR sem og aðstoðarþjálfari mfl. karla hjá félaginu. Fleiri þjálfarar verða kynntir á næstu dögum, en það stefnir í enn einar frábærar búðir fyrir iðkendur og þjálfara. 

Deila