Fréttir

Fjölskylduhátíð KFÍ laugardaginn 1. október

Körfubolti | 27.09.2011
Fjölskyldudagur KFÍ er mikið fjör
Fjölskyldudagur KFÍ er mikið fjör

Öllum íbúum Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur og Súðavíkur, börnum jafnt sem fullorðnum er boðið á fjölskylduhátíð laugardaginn 1. október í Íþróttahúsinu á Torfnesi milli 11-13.

Dagskrá fjölskylduhátíðar KFÍ

  • Meistaraflokkar félagsins verða á staðnum og taka þátt í leikjum og árita plaköt
  • Þjálfarar KFÍ verða með þrautir og æfingar fyrir alla
  • Íþróttaleikjaskóli Árna og Ernu verður á staðnum
  • Ýmsir klassískir leikir verða á dagskrá s.s. "Stinger"
  • Hljómsveitin Klysja tekur nokkur lög
  • Veitingar verða í boði KFÍ

 

Komdu í körfu. Skráning í KFÍ er á staðnum og eru engin æfingagjöld fyrstu tvo mánuðina.


Mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur, frændur, systur, bræður og vinir þeirra - Allir velkomnir í íþróttarhúsið á Torfnesi á laugardaginn.

 

"KÖRFUBOLTI ER FYRIR ALLA"

Deila