Komdu í körfu var yfirskrift á körfuboltadegi Kkd. Vestra sem haldinn var í dag mánudaginn 14. september 2020. Fjölmargir iðkendur lögðu leið sína í Íþróttahúsið á Torfnesi og stjórnuðu þjálfarar yngri flokka fjölbreyttum leikjum við allra hæfi ásamt leikmönnum úr mfl. karla og kvenna. Foreldrar sátu á víð og dreif og pössuðu upp á meterinn góða. Það mátti sjá eftirvæntingu og gleði í andlitum á Torfnesi þennan dag fyrir komandi vetri eftir ansi skrautlegan endi á tímabilinu í vor.
Sr. Fjölnir Ásbjörnsson lagði blessun sína yfir grilluðu pylsurnar sem afgreiddar voru af fagfólki með áratuga reynslu úr helstu sjoppum bæjarins fyrr og nú. Börnin notuðust við guðsgaflana til að matast og fengu frískandi Svala við þorstanum eftir velheppnaðan körfuboltadag.
Það er aldrei of seint að byrja og hin nýja og stjórn BUR hvetur börn og unglinga til að koma í körfu í vetur.
Æfingatöflu vetrarins má nálgast hér.
Með kærri kveðju frá Barna- og unglingaráði
Þórir Guðmundsson formaður
Dagný Finnbjörnsdóttir starfsmaður BUR
Heiðrún Tryggvadóttir
Lilja Debóra Ólafsdóttir
Kristinn Ísak Arnarsson
Halldór Karl Valsson
Ester Sturludóttir
Arna Ýr Kristinsdóttir
Pálína Jóhannsdóttir
Hörður Snorrason