Fréttir

Fjör hjá "púkunum"

Körfubolti | 29.01.2011
Húnarnir eru í Reykjavík
Húnarnir eru í Reykjavík
Það er óhætt að segja að púkarnir okkar hafi skemmt sér vel í dag. Þeir byrjuðu daginn snemma eða um 8.30 og kepptu þrjá leiki. Þetta voru minni bolta yngri púkarnir og kepptu þeir gegn KR, Ármann og Grindavík og eru framfarirnar hjá þeim mjög miklar. Þeir eru farnir að spila miklu meira sem lið og láta boltann ganga vel. Ekki eru talið stig, en samkvæmt okkar talningu höfðu þeir sigur í öllum leikjunum sem er frábært. 

Eftir þessar rimmur var haldið í Smáralind og tekið þá í 50 ára afmælishátið KKÍ sem var stórglæsileg og var ánægjumælirinn í botni hjá þeim. Síðan var það Pizza Hut og endað á bíó þar sem var mikið hlegið af Jack Black í myndinni Gullivers travels. Púkarnir okkar eru sínu félagi á Ísafjarðarbær til sóma og eru komnir í rúmið, þar sem áfram verður keppt á morgun og byrjum við 9.00.

Við söknum tveggja drengja þeirra Þorleifs Ingólfssonar og Lazars Dragoljovic, en þeir komust ekki þar sem ekki var flogið frá Reykjavík og viljum við senda þeim saknaðarkveðjur !! Við verðum saman í Nettómótinu strákar.

kv. frá hópnum
Áfram KFÍ.  Deila