Um næstu helgi byrjar fjörið hjá KFÍ. Stúlknaflokkur KFÍ fer til Hveragerðis til keppni og spilar þar gegn Hamar, Breiðabik, Þór Akureyri og ÍR á laugardag og sunnudag.
Minniboltinn og 7. flokkur stúlkna og drengja fer á Patreksfjörð og tekur þá í Vestjarðarmóti þar og er fríður hópur krakka og foreldra á ferðinni þar.
Unglingaflokkur tekur á móti liði KR hér á Jakanum og fer leikurinn fram kl. 13.00 á laugardag 15. október.
Og síðast en ekki síst byrjar keppni í 1. deild hjá okkur með hörkuleik gegn Hamri hér á Jakanum á sunnudagskvöldið 16. október kl. 19.15.
Við vonumst til að sjá sem flesta á þessum leikjum bæði heima og að heiman.
Áfram KFÍ
Deila