Fréttir

Flaggskipið í úrslit 3. deildarinnar

Körfubolti | 11.04.2018
Síðasti stórleikur tímabilsins.
Síðasti stórleikur tímabilsins.

B-lið Vestra, betur þekkt sem Flaggskipið, mætir heimabæjarliði forseta lýðveldisins, Álftanesi, í úrslitaleik 3. deildarinnar næstkomandi laugardag í Musterinu í Bolungarvík.

Eftir brösuga byrjun þar sem liðið tapaði fyrstu 3 leikjunum þá kláraði Vestri-b tímabilið með 8 sigrum í síðustu 9 leikjunum sínum og flaug ekki bara inn í úrslitakeppnina heldur náði 2. sætinu í deildarkeppninni.

B-liðið er samanstendur af miklum reynsluboltum en til samans hefur það unnið 2 Íslandsmeistaratitla, 2 deildarmeistaratitla, 1 bikarmeistaratitil, spilað 26 landsleiki ásamt fjöldan öllum af deildartitlum úr 1. og 2. deild.

Eins og fyrr segir að þá er leikurinn laugardaginn 14. apríl og hefst stundvíslega kl 14:00.

Deila