Fréttir

Florijan Jovanov gengur aftur í raðir KFÍ

Körfubolti | 18.09.2014

Florijan Jovanov hefur skrifað undir samning um að spila með KFÍ í vetur. Florijan er ekki ókunnugur herbúðum KFÍ enda var hann í liði KFÍ sem sigraði 1. deildina fyrir 4 árum síðan, þá 19 ára gamall. Síðustu ár hefur hann spilað í næst efstu deild í Makedóníu við góðan orðstír og var í liði sem komst upp um deild á síðasta ári.

 

Með þessari viðbót í KFÍ er liðið að verða full mannað fyrir átök tímabilsins þar sem stefnan er sett á að komast upp um deild og aftur í úrvalsdeildina. Koma Florijan eykur breidd KFÍ og eru bundnar vonir við að þessi blanda yngri leikmanna með leikmönnum sem þekkja til strákanna okkar muni skapa öfluga liðsheild sem skemmtilegt verði að horfa á í vetur.

Deila