Fréttir

Flott helgi hjá 8. flokki stúlkna

Körfubolti | 11.10.2016
Stelpurnar í 8. flokki ásamt Nökkva Harðarsyni þjálfara liðsins.
Stelpurnar í 8. flokki ásamt Nökkva Harðarsyni þjálfara liðsins.

Stelpurnar í 8. flokki spiluðu á sínu fyrsta fjölliðamóti vetrarins í Bolungarvík um helgina. Stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði og greinilegt er að þessi flotti hópur er í mikilli framför undir handleiðslu Nökkva Harðarsonar, þjálfara og Adams Smára Ólafssonar, aðstoðarþjálfara.

Á laugardag léku stelpurnar tvo leiki sem þær sigruðu örugglega. Haukar lágu í fyrsta leik, staðan í leikslok 29-14 fyrir Vestra. Seinni leikurinn var gegn Stjörnunni, lokatölur 33-26 fyrir Vestra. KR vann einnig báða sína leiki á laugardeginum og því var ljóst að Vestri og KR léku til úrslita á sunnudegi.

Leikir þessara liða hafa ætíð verið spennandi og úrslit ekki ráðist fyrr en á lokasekúndunni. Þannig var það einnig í þetta skiptið. Hart var barist í leiknum og mikið skorað. Þegar aðeins sjö sekúndur voru eftir af leiknum var staðan jöfn. Þá fengu Vestra stúlkur víti sem Katla María tók og setti bæði niður. Sigurinn blasti því við en KR-ingar náðu frábærri lokasókn og settu niður þriggja stiga körfu þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Úrslitin því ljós, KR sigraði 48-49 og fer upp í A-riðil.

Vestra stelpur geta borið höfuðið hátt að helginni lokinni. Það er ljóst að þetta lið er í hópi 6 bestu liða landsins í þessum aldurshópi og ekkert annað að gera  en að æfa vel fyrir næsta fjölliðamót sem fram fer í nóvember.

Áfram Vestri!

Deila