Þá er lokið öðru fjölliðamóti hjá 9.flokki kvenna þetta tímabilið og lékum við í b-riðli. Héldum við af stað á Flúðir og lékum þar tvöfaldaumferð við heimamenn í Hrunamönnum og Breiðablik úr Kópavoginum. Töpuðust allir leikirnir en það er skemmst frá því að segja að stelpurnar eiga fullt erindi í þessi lið. Laugardagurinn byrjaði vel á móti heimamönnum en þegar flautað var til leiks í þriðja leikhluta var eins og vindurinn væri úr mínum stelpum og vildi boltinn ekki detta ofan í körfuna ásamt því að þessir með flautuna voru ekki að valda hlutverki sínu nægilega vel. Stelpurnar hefðu vel átt að klára þennan leik en því miður datt þetta ekki okkar megin.
Stóðu stelpurnar sig vel en betur má ef duga skal og þurfa margar þeirra að beina öllum kröftum sínum og ákveðni í leikinn og berjast til hins síðasta.Seinni leikurinn var svo á móti Breiðabliki. Eitthvað voru þær lengi í gang en reyndu hvað þær gátu og tapaðist leikurinn á sama stigaskori og sá fyrri. Lögðu allir sig fram en eins og þær vita geta þær gert betur og haft meiri áhrif á gang leiksins.
Á laugardagskvöldið var svo haldin fundur og voru stelpurnar staðráðnar í því að gera betur seinni daginn en sá fyrri. Og sú varð raunin. Margar komu sterkar til baka og má þar nefna helst Lovísu sem lagði allt sitt í þetta og tók öll völdin í varnarfráköstunum, sérstaklega í fyrri leiknum á móti heimamönnum. Meiri ákveðni var til staðar og fóru stelpurnar oft á tíðum ákveðnari í átt að körfunni og vildu skora, en þetta er eitt af því sem þarf að bæta.
Tapið var minna en deginum áður og gátu stelpurnar verið sáttar. Eins og oft vill verða í fjölliðamótum var ekki hægt að segja að metnaður væri í góðri dómgæslu og hefur undirrituð sjaldan lent í öðru eins og hefur hún nú upplifað ýmislegt í þessum málum á sinni ævi. En nóg um það. Seinni leikurinn var gegn Breiðabliki og má segja að stelpurnar hafi haldið á sömu braut og lagt sig fram. Þær hleyptu þeim aðeins og lagt frá sér en börðust eins og ljón í síðasta leikhluta og því var tapið einungis nokkur stig.
Í heildina var þetta nokkuð gott og geta stelpurnar verið nokkuð sáttar. Þær eiga fullt erindi í þessi lið og því er hægt að segja að framtíðin sé björt hjá þessum flokki. Allar hafa tekið framförum og þurfa þær núna að halda áfram á sömu braut og einn af þeim þáttum sem þarf virkilega að bæta er þessi grimmd og ákveðni. Það þarf enginn að segja undirritaðari að þær séu ekki frekar en þær þurfa líka að vera frekar inni á vellinum og vilja (ekki bara heima hjá sér). Það eru tveir mánuðir í næsta mót og því ekkert því til fyrirstöðu að æfa og æfa og mæta sterkar til leiks á næsta móti.
Kveðja Stefanía Ásmundsdóttir
Úrslit helgarinnar:
KFÍ 29 - Hrunamenn 47
Eva 14
Málfríður 4
Lovísa 4
Lilja 4
Melkorka 2
Rósa 1
KFÍ 30 - Breiðablik 47
Eva 13
Lilja 6
Kristín Erna 4
Lovísa 4
Rósa 2
Málfríður 1
Seinni dagurinn
KFÍ 48 - Hrunamenn 56
Eva 26
Rósa 6
Lovísa 6
Kristín Erna 5
Málfríður 2
Lilja 2
KFÍ - Breiðablik
Eva 35
Kristín Erna 6
Lilja 4
Sigrún 2
Lovísa 2