Fréttir

Forvitnilegt tímabil að hefjast.

Körfubolti | 02.09.2010
Æfing skapar meistarann - Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Æfing skapar meistarann - Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Það er óhætt að segja að nýjir og ferskir vindar fari um Jakann þessa dagana. Ný þjálfari BJ Aldridge kemur með allt annað módel af æfingum og er gríðarlegur agi krafa af hans hálfu og á það við um alla sem æfa og keppa fyrir félagið. Æft er sjö sinnum í viku og þrjá daga þeirra tvisvar á dag kl. 06.45.

Það var erfitt fyrir elstu iðkendurnar að byrja fyrstu æfingarnar og voru margir þeirra algjörlega búin á því. En þetta er að venjast og bros að færast yfir andlit þeirra. Það er víst aldrei of klént að segja að ,,æfing skapar meistarann" og ef félög ætla að ná langt og skapa afreksfólk þá verður einhverju að fórna.

Annars er það að frétta að helgina 11-12 sept förum við suður með meistaraflokk og keppum við þrjú félög og látum við vita hér á síðunni og á facebook svæðinu hvar þeir verða. Síðan er Powerade bikarkeppnin gegn Stjörnunni fimmtudagskvöldið 16. september í Ásgarði og helgin eftir það fer í keppni einnig í Valsmótinu. Síðan er stefnt á Greyfamótið á Akureyri helgina 24-26 september.

Deila