Fréttir

Frábær barátta dugði ekki til, en allt annað KFÍ lið mætt til leiks

Körfubolti | 08.11.2013
Gústi vex með hverjum leik. Mynd Halldór Sveinbjörnsson/bb.is
Gústi vex með hverjum leik. Mynd Halldór Sveinbjörnsson/bb.is

Það voru margir búnir að spá að KR myndu mæta hér vestur og kjöldraga ungt og óreynt lið KFÍ og það leit út fyrir það eftir að KR nýttu sér hæð sína og bökkuðu strákana í KFÍ inn í teig og skoruðu körfur og fengu aukskotin á línunni. Allt plan KR var að ganga upp. Þeir pressuðu Jason hátt og komu honum úr takt vð leikinn og var farið að fara um suma. Staðan eftir fyrsta leikhluta var  28-16 og allt leit úr fyrir að KR myndu strauja strákana.

 

En með baráttu komust púkarnir í takt við leikinn og annar leikhuti var í járnum. Það voru þó gestirnir sem gengu í leikhlé með 46-57 stöðu sér í vil og vörnin hjá KFÍ ekki að standast gott áhlaup KR og var nýting þeirra um 80% inn í teig. 

 

Biggi hefur heldur betur hent í góða hálfleiksræðu og það var allt annað KFÍ lið sem kom til leiks eftir tepásuna. Vörnin fór að halda og það var alveg sama hvern Biggi sendi inn á völlinn baráttan var til fyrirmyndar og til marks um það skoruðu KR einungis 15 stig í þeim þriðja. Fjorði leikhluti var skemmtilegur og allir að kasta sér á bolta beggja vegna vallarins en að lokum kom reynsla KR til og gerði það gæfumuninn. Gestirnir fóru með sigur og lokatölur 77-91. 

 

Það sem gladdi í kvöld var traustið sem Biggi sýndi leikmönnum sínum. Allir leikmenn KFÍ komu að og komust vel frá sínu. Það sem skildi að var hæð og reynsla KR sem sýndu frábæra takta á köflum, en það er öruggt að þeir bjuggust ekki við svona mótlæti frá KFÍ eftir að hafa sett 57 stig í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu aðeins 34 sig í þeim síðari og það voru Jón Orri, Martin og Helgi sem áttu fínan leik. Pavel fékk ekki mikið ráðrúm og var farið að pirra hann aðeins. KR var þó alltaf með þennan leik í höndum sér og eru með frábæran hóp sem verður í toppbaráttunni í vetur.

 

Hjá KFÍ voru Mirko, Gústi og Jason allt í öllu í sóknarleiknum og eru það gleðitíðindi að Gústi skuli vera farinn að finna sína fjöl hér fyrir vestan. Jason fékk ekki mikið ráðrúm enda alltaf með tvo á sér þegar hann snerti boltann, en hann átti fínar rispur.

 

Það er þó vert að hrósa öllu liði KFí í kvöld fyrir frábæra baráttu. Með svona áfframhaldi verður áhugavert að sjá hve langt þeir komast. Enginn skal afskrifa þess drengi. Hraunar meiddist illa eftir samstuð við Pavel og við vonum að hann komi sem fyrst til baka.

 

Tölfræði leiksins

 

Það helsta úr leiknum frá Fjölni

 

Áfram KFÍ

Deila