Fréttir

Frábær dagur að baki

Körfubolti | 06.06.2013
Einbeitt
Einbeitt
1 af 13

Það er óhætt að segja að fyrsti dagur Körfuboltabúðanna hafi byrjað með látum. Hópar flykktust á Jakann í rjómablíðu og var eins og það væri síðasti dagur á útsölu í einhverri sportvöruverslun. Krakkarnir voru svo spenntir að byrja að sumir gleymdu skónum út á vist og þurftu að hlaupa til baka á mettíma til að missa ekki af neinu. Það er nú samt svo að búðir sem þessar kenna að hvíld er besti vinur þinn, þó að krakkarnir átti sig ekki á því strax. Þetta er kúnst að kenna og mikilvægt að það sé jafnvægi á milli æfinga og hvíldar. Þetta gera þjálfararnir vel og eru með allt á hreinu.

 

Af þjálfurunum eru mættir þeir Árni Ívar, Borce, Finnur, Nemanja, Erik, Arnar og Kotila og er bros allan hringinn hjá þeim eins og venjulega. Þeir eiga það sameiginlegt með öllum hér að elska þessa íþrótt. Jákvætt er að sjá fjölda foreldra og þjálfara hér fyrir vestan og eru þeir virkir allan daginn. Keypt eru kaffikort og svo farið á svalirnar til að horfa á og læra.

 

Árni Ívar er með útifjör sem er ætlað að auka hreyfileikni en þar er m.a. farið út í leiki, ratleik o.fl.  Með útifjörinu er inniveran brotin upp og krökkunum komið í vestfirskt súrefni.

 

Starfsfólk búðanna eru einnig að skila sínu og vel það. Skipulag er til fyrirmyndar og starfsfólk hússins og vinnuskólans að standa sig einkar vel.

 

Máltækið ,,gaman, saman" er málið og virkar sem aldrei fyrr.

 

Meira seinna í dag. Myndabunki fylgir fréttinni.

Deila