Fréttir

Frábær dagur í alla staði

Körfubolti | 10.06.2012
Scott að byrja fyrirlesturinn
Scott að byrja fyrirlesturinn
1 af 6

Það skín sol og andlit barna ljóma hér fyrir Vestan. Dagskrá hófst kl.08.00 og voru krakkarnir löngu kominn og orðin sólgin í æfingar. Eftir æfingar allra hópanna var Pétur Már með mjög góðan fyrirlestur sem lauk um 12.30 og þá var tekið matarhlé. Strax eftir ljúfengan mat hjá Lúlú og Ellu kom Scott Stabler með fyrirlestur um æfingar og áherslur fyrir stóra menn og notaði Birgir Björn, Gaut Arnar, Hafrúnu Hálfdánar og Jónas Már og er gaman að fylgjast með svona snilling kenna.

 

Hlynur Bæringsson tók einnig æfingu með Gaut Arnari og skólaði piltinn til.

 

Eftir þetta tók Hjalti Vilhjálmsson við með hörkuæfingu og var Jakob Sigurðarson með strákunum við æfingarnar og við það kom meiri keppni, enda vildu þeir sýna hvað þeir geta fyrir meistaranum frá Sundsvall.

 

Í kvöld verða keppnir á dagskrá og svo er framundan lokadagur búðanna hjá okkur á morgun. Þetta er búið vera algjör snilld og er ekki að sjá annað en allir séu að skemmta sér vel og læra mikið. Einnig eflast vinabönd hjá krökkunum sem öllu jöfnu hittast engöngu á keppinsvellinum og er það virkilega mikilvægt aðrækta. Það að eignast vini, leika sér saman og kynnast betur eru góð gildi sem ber að leggja meiri metnað í að kenna.

Deila