Fréttir

Frábær sigur hjá stelpunum gegn Stjörnunni

Körfubolti | 09.12.2012
Liðsheild
Liðsheild
1 af 6

Það var ungt lið sem Pétur hafði höndunum í dag þar sem Brittany var þeirra elst tuttugu og þriggja ára og svo var Linda Kristjánsdóttir yngst eða þrettán ára en það var ekki að sjá á hennar leik í dag. Meðalaldur KFÍ var því rétt rúmlega sautján ár og okkur vantaði bæði Stefaníu og Annu Fíu í liðið.

 

Leikurinn byrjaði fjörlega og skiptust liðin á körfum en KFÍ stelpurnar leiddu eftir fyrsta leikhluta 14-8 og var barátta beggja liða til fyrirmyndar.

 

Annar leikhkuti var jafn og spennandi til að byrja með en svo kom Stjarnan með góðan kafla og tók leikhlutann 22-15 og staðan í hálfleik 29-30.

 

Þriðji leikhluti var anski skrautlegur og baráttan um boltann til staðar, en skot beggja liða voru ekki að detta sem skildi og fór svo að leikhlutinn endaði 11-13 og staðan hnífjöfn 41-41 og mikil stemming á Jakanum.

 

Þegar fjórði byrjaði voru tvær stúlkur úr báðum liðum komnar með fjórar villur þær Guðrún Ösp og Heiðrún hjá Stjörnunni og Eva Margrét og Sunna hjá KFÍ. Það fór svo að lokum að Ísdrottningarnar tóku leikinn og var vörnin lykillinn að sigrinum. Lokatölur 60-53 og héldu KFÍ stelpurnar Stjörnunni í 23 stigum í seinni hálfleik.

 

Það var aðdáunarvert að sjá kraftinn í báðum liðum. Allir að henda sér á lausa bolta og fara í öll fráköst. Gamla klysjan um að liðsheildin hafi tekið þetta er einfaldlega sönn. Við tókum 63 fráköst þar af 19 í sókn, og var Vera Óðins í "killer mode" og tók 14 stykki.

 

Stig KFÍ. Eva Margrét 17 stig, 13 fráköst, 4 varin skot og 4 stoðs. Brittany 12 stig, 10 fráköst og 2 stoðs. (spilaði veik og lét það ekki hafa áhrif á sig). Linda 9 stig 3 fráköst og lék eins og herforingi. Vera 8 stig, 14 fráköst. Sunna var með 5 stig og 5 fráköst. Lilja fylgdi henni eftir með 5 stig og 4 fráköst. Marelle 3 stig, 2 fráköst. Rósa 2 stig, 2 fráköst og síðast en ekk síst koma Málfríður sterk til leiks hélt boltanum vel undir pressu tók 3 fráköst og var með 3 stoðsendingar.

 

Sem sagt frábær liðsheild í dag og svakalega góður karkakter sem meistaraflokks strákarnir mega horfa til og læra af. 

 

Þá er fyrri hluta móts stúlknanna lokið og næsti leikur hjá þeim 12.janúar á næsta ári. Þær fara í jólafrí með þriðja sætið sem er flott hjá þeim.

 

Leikurinn var í beinni á KFÍ-TV og voru margir að horfa á og þökkum við þeim fyrir innlitið.

Áfram KFÍ

 

Áfram stelpur.

 

Deila