Fréttir

Fréttir af yngri flokkum

Körfubolti | 02.02.2013
Jamm og jæja
Jamm og jæja

Það er nóg að gerast hjá yngri flokkum KFÍ. Hér heima eru stelpurnar í stúlknaflokk á fullu ásamt félögum sínum frá Sauðárkrók að keppa gegn Breiðablik, Haukum og Fjölni. Þær hafa unnið báða leikina gegn Breiðablik og Fjölni og keppa gegn Haukum í fyrramálið. Við söknum stelpnana frá Patreksfirði en þær eru með okkur ásamt stelpunum frá Sauðárkrók í sameinuðu liði, og verða með í næsta fjölliðamóti. Haukar tóku báða leiki sína í dag gegn Breiðablik og Fjölni. Breiðablik og Fjölnir eiga síðan leik á morgun.

 

8.flokkur stúlkna eru með félögum sínum frá Herði Patreksfirði í sameinuðu liði í Stykkishólmi í góðu yfirlæti og eru búnar með þrjá leiki af fimm. Þær unnu Þór/Hamar. Töpuðu gegn Kormák eftir framalengdan leik og svo gegn Tindastól. Þær eiga eftir Snæfell og KR á morgun.

 

8.flokkur drengja keppti tvo leiki í Reykjavík og töpuðu þeim naumt.

 

11.flokkur á síðan tvo leiki á morgun í Borgarnesi.

 

Þéttur pakki kemur inn um þessa leiki alla saman á morgun.

 

Áfram krakkar!

Deila